Verkefnin

Skjaldborgarbíó

Bíónefnd Lionsklúbbsins hefur séð um reksturinn á bíóinu fyrir hönd Vesturbyggðar. Þar standa Lionsmenn vaktina 2svar í viku með kvikmyndir ferskar úr framleiðslu.

Lionsklúbburinn tók við rekstri á húsinu 2003 og sýndu myndir á filmu fram til 2016 en eftir þriggja ára söfnun var nýtt DCP sýningarkerfi tekið í notkun.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu frá því að Lionsklúbburinn tók við rekstrinum en hluti hefur verið unnin af félögum klúbbsins.

Jólajárn

Tvö jólatré eru sett saman og skreytt með ljósum rétt fyrir jól. Eitt á túninu við lögreglustöðina og annað við leikskólann.

Á jólajárninu er jafnan tekið hraustlega til matar síns. Ómissandi þáttur í jólaundirbúninginum.

Nafnið á nefndinni er dregið frá því að jólatrén voru búin þannig til að grenigreinar voru festar á járngrind.

Bókakaup FSN

Klúbburinn hefur veitt nýnemum FSN á Patreksfirði fjárstyrk til bókakaupa frá því skólinn tók til starfa á Patreksfirði haustið 2007.

Lions vill með þessu styrkja grundvöll nemenda til að stunda nám í heimabyggð.
Lionsklúbbur Patreksfjarðar