Skjaldborgarbíó
Bíónefnd Lionsklúbbsins hefur séð um reksturinn á bíóinu fyrir hönd Vesturbyggðar. Þar standa Lionsmenn vaktina 2svar í viku með kvikmyndir ferskar úr framleiðslu.
Lionsklúbburinn tók við rekstri á húsinu 2003 og sýndu myndir á filmu fram til 2016 en eftir þriggja ára söfnun var nýtt DCP sýningarkerfi tekið í notkun.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu frá því að Lionsklúbburinn tók við rekstrinum en hluti hefur verið unnin af félögum klúbbsins.