Aðventan nálgast

Félagar í Lionsklúbbi Patreksfjarðar eru á fullum undirbúningi fyrir aðventuna og jólin.

Skatan hefur verið verkuð af kostgæfni og pakkað og nú um helgina voru jólatrén á Geirseyri og Vatneyri skreytt og komið fyrir á sínum stöðum.

Bíósýningar verða í Skjaldborgarbíói alla aðventuna til að gleðja unga sem aldna, og sérstaklega minnum við á boðssýningu á Vaiana 2 miðvikudaginn 4. desember kl. 17:00. Þessi sýning er í boði Vesturbyggðar í tilefni tendrunar á jólatrjánum í sveitarfélaginu.

Að auki er undirbúningur fyrir árlega jólahappdrætti Lionsklúbbsins í fullum gangi, og munu nánari upplýsingar verða auglýstar fljótlega.

Lionsklúbburinn þakkar samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning og hlakkar til að fagna aðventunni með öllum íbúum.

 

 

 

 

 

Lionsklúbbur Patreksfjarðar