Lionsklúbburinn á Patreksfirði er á meðal virkustu Lionsklúbba á landinu. Hann státar af 35 meðlimum á öllum aldri sem starfa í 10 nefndum.
Klúbburinn er með 8 árleg verkefni sem öll snúa að samfélagsmálum. Sum öryggi, önnur að gleði og enn önnur að umhverfismálum.
Fjáröflun klúbbsins er á heimsmælikvarða en hann skilar út í samfélagið aftur í kringum 20 milljónum á ári hverju. Allt þetta er unnið af duglegum félögum í sjálfboðaliðavinnu.